Til útskýringar
Stundum þegar lífið virðist ein samfelld rússibanareið þá er erfitt að koma flóknum hugsunum í einfaldar bloggfærslur. Þess vegna er stundum ágætt að taka pásu frá skrifunum og einbeita sér þess í stað að atburðum raunveruleikans. Hið skrifaða orð á nefnilega oft til að misskiljast og sérstaklega oftúlkast. Tímabundin lokun skrifanna hér tengjast framtíðarákvörðunum, yfirvofandi Íslandsheimsókn og ekki síst dásamlegu sumarveðri sem gerir það að verkum að tölvuskjárinn freistar ekki. Það er ekkert "að" og við Spörri erum enn fáránlega skotin hvort í öðru svo það er óþarfi að spá hörmungum og ógn þótt lítið verði um blogg á næstunni.